fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Europol biður um aðstoð – „Smávegis af tíma þínum getur bjargað barni“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 2. júlí 2020 05:40

Munir sem bera bera þarf kennsl á. Mynd:Europol

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Evrópulögreglan Europol leitar nú til almennings í von um að fólk geti borið kennsl á fatnað, leikföng og fleira sem sést á ljósmyndum eða upptökum þar sem börn eru beitt kynferðislegu ofbeldi.  Hefur Europol því birt myndir af ýmsum munum í þeirri von að það geti orðið til að hægt verði að upplýsa málin en allar aðrar leiðir hafa verið reyndar.

„Við erum sannfærð um að þeim mun fleiri augu sem sjá þetta, þeim mun fleiri vísbendingar munum við hafa til að fylgja eftir og það geti á endanum orðið til þess að hægt verði að bjarga þessum börnum.“

Segir á heimasíðu Europol.

Fólk er beðið um að skoða myndirnar og velta fyrir sér hvort það hafi séð munina áður eða hvort það viti um uppruna þeirra. Það er hægt að koma upplýsingum um þetta til Europol í skjóli nafnleyndar. Þegar Europol veit hvaðan munirnir eru er hægt að gera lögreglu í viðkomandi löndum viðvart og hún getur haldið rannsókn áfram.

„Vonandi getur þetta orðið til þess að hægt verði að bera kennsl á bæði geranda og fórnarlamb.“

Segir á heimasíðu lögreglunnar.

Meðal annars er um að ræða boli, buxur, armbönd og sokka. Myndirnar hafa verið klipptar til þannig að aðeins munirnir sjást á þeim. Hér er hægt að sjá þá og veita upplýsingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin