fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Pressan

Dularfull geislavirkni í Skandinavíu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 2. júlí 2020 18:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Eistlandi hafa að undanförnu mælt aukna geislavirkni í löndunum. Hollensk yfirvöld telja líklegt að uppruna geislavirkninnar megi rekja til vesturhluta Rússlands.

Á föstudaginn sögðu hollensk yfirvöld að útreikningar sýni að geislavirkar samsætur (ísótópar) berist frá vesturhluta Rússlands. Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Að mati hollenskra yfirvalda getur þetta bent til að tjón hafi orðið á brennsluhlutum í kjarnorkuveri.

Rússneska Tass fréttastofan segir að hvorugt kjarnorkuverið í norðvesturhluta Rússlands hafi tilkynnt um vandamál.

Um lítið magn samsæta er að ræða og er það hættulaust í því magni sem það er nú í Skandinavíu. Astrid Liland, hjá norsku almannavörnunum, sagði í samtali við Norska ríkisútvarpið að ef kjarnorkuslys hefði orðið myndu mælast miklu hærri gildi geislavirkni en nú.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna
Pressan
Í gær

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilurnar um Berlín 1948–1949

Deilurnar um Berlín 1948–1949
Pressan
Fyrir 2 dögum

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn