Talið er að á 12 mánaða tímabili á þessu ári og því næsta látist 1,4 milljónir manna úr HIV, berklum og malaríu vegna þess álags sem kórónuveiran hefur á heilbrigðiskerfið. Þetta kemur fram í rannsókn sem The Global Fund gerði en það eru samtök sem reyna að afla fjár til baráttunnar gegn þessum sjúkdómum.
Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar muni þeim sem látast af völdum fyrrgreinda sjúkdóma fjölga mikið á 12 mánaða tímabili frá 2020 til 2021.
Samkvæmt dekkstu spánni látast 534.000 fleiri af völdum AIDS/HIV en annars. 525.000 fleiri af völdum berkla en annars og 382.000 fleiri af völdum malaríu en annars. Samtals 1.441.000 fleiri en ef kórónuveiran herjaði ekki. Við venjulegar aðstæður má ætla að um 2,5 milljónir látist af völdum fyrrgreindra sjúkdóma á 12 mánaða tímabili.