Ginið er sett á markað á tímum kórónuveirunnar og mun sala á því væntanlega verða til að bæta tekjuöflun konungsfjölskyldunnar sem hefur orðið fyrir miklu tekjutapi vegna heimsfaraldursins. Fram að þessu hefur fjölskyldan tapað 18 milljónum punda þar sem engir ferðamenn hafa lagt leið sína í Buckingham Palace. Hefur fjölskyldan neyðst til að segja 250 starfsmönnum sínum upp störfum.
Ein flaska af gininu góða er seld á 40 pund og geta áhugasamir því keypt sér gott gin og um leið styrkt rekstur konungsfjölskyldunnar. Allur ágóði af sölunni rennur í the Royal Collection Trust sem heldur utan um hinn gríðarlega fjölda margvíslegra muna sem eru í eigu konungsfjölskyldunnar og þjóðarinnar.