fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Stefnubreyting í Súdan – Leyfa áfengi og ekki verður refsivert að snúa baki við íslamstrú

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 18. júlí 2020 19:00

Nú má skála í Súdan. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Súdönsk stjórnvöld hafa ákveðið að heimila þeim sem ekki eru múslimar að drekka áfengi og lög, sem gerðu refsivert að snúa baki við íslamstrú, verða numin úr gildi. Eitt ár er síðan einræðisherranum Omar al-Bashir var velt úr sessi eftir langvarandi mótmæli gegn þriggja áratuga stjórn hans.

Nasredeen Abdulbari, dómsmálaráðherra, sagði í sjónvarpsviðtali að nú megi þeir sem ekki eru múslimar drekka áfengi svo lengi sem það trufli ekki allsherjarfrið og sé ekki gert á almannafæri.

Meirihluti þjóðarinnar er múslimar en einnig er töluvert stór kristinn minnihluti í landinu.

Abdulbari sagði einnig að ríkisstjórnin ætli að afglæpavæða trúskipti þegar fólk snýst frá íslamstrú til annarrar trúar.

„Enginn hefur rétt til að saka einhvern eða þjóðfélagshóp um að vera vantrúaðan. Það ógnar örygginu í samfélaginu og leiðir af sér hefndardráp.“

Sagði ráðherrann.

Í mörgum löndum, þar sem íslamstrú er ríkjandi, eru lög í gildi sem kveða á um að dæma megi fólk til dauða ef það afneitar íslamstrú.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar
Pressan
Í gær

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi

Ef þú ert í þessum blóðflokki, eru meiri líkur á að þú varðveitir æskuljómann lengi
Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi

Musk og DOGE höfð að háði og spotti fyrir lélegt gagnalæsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim