Tveir aðrir hafa greinst með sjúkdóminn í Mongólíu. Þeir eru úr næsta héraði við Gov-Altaj, Khovd. Íbúum í fimm héruðum á svæði á landamærum Mongólíu og Kína hefur verið gert að vera í sóttkví vegna smitanna. Sky News skýrir frá þessu.
Svartidauði smitast með flóm á milli dýra. Fólk getur smitast ef flær bíta það. Það er hægt að lækna sjúkdóminn með sýklalyfjum en ekkert bóluefni er til.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO segir að fullorðinn manneskja geti látist á fyrstu 24 klukkustundum smits ef hún fær ekki sýklalyf.