Nú eru aðeins um þrír mánuðir í að inflúensutímabilið hefjist og óttast sérfræðingarnir að ofan á inflúensufaraldurinn leggist kórónuveirufaraldurinn, annað hvort fyrsta bylgjan sem nú herjar eða önnur bylgja.
„Við gætum vel orðið fyrir tvöfaldri ógæfu í haust.“
Sagði Leana Wen, prófessor í lýðheilsufræðum við George Washington háskólann, í samtali við CNN.
Hún sagði einnig að margir sjúklingar myndu fá hita, eiga erfitt með andardrátt og þjást af hósta. Þetta myndi verða til að hratt gangi á hlífðarbúnað heilbrigðiskerfisins því ekki verði hægt að segja með fullri vissu hvað hrjáir fólk og það verði því að meðhöndla það eins og það sé með COVID-19. Þetta muni valda miklum þrýstingi á heilbrigðiskerfið, eftir legurýmum, öndunarvélum og miklu álagi á starfsfólkið.
Celine Gounder, sérfræðingur í smitsjúkdómum og farsóttafræðum, sagði í samtali við CNN að heilbrigðiskerfið muni þurfa að glíma við mikinn fjölda innlagna vegna COVID-19 í haust og vetur.