Heilbrigðisyfirvöld í Tierra del Fuego skýrðu frá þessu á mánudag. Togarinn ”Echizen Maru” sneri til hafnar, eftir að hluti áhafnarinnar sýndi einkenni COVID-19. Samkvæmt yfirvöldum hafa 57 af 61 áhafnarmeðlimum greinst með smit.
Þetta gerðist þrátt fyrir að allir áhafnarmeðlimir hafi verið í 14 daga sóttkví áður en haldið var úr höfn. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum höfðu allir áhafnarmeðlimir greinst smitlausir áður en þeir fóru í sóttkví.
Leandro Ballatore, sem er yfirmaður deildar fyrir smitsjúkdóma á sjúkrahúsinu í bænum Ushuaia, segir að þetta sé einstakt mál, vegna þess að hafa ekki verið skráð nein dæmi um svo langan meðgöngutíma COVID-19. Hann segir að enn hafi ekki verið hægt að slá því föstu hvar mennirnir smituðust. Meðgöngutími COVID-19, þ.e. tíminn sem líður frá smiti og þar til sjúklingar sýna einkenni, er venjulega 2-12 dagar.
Þess vegna væri það alveg einstakt ef sjómennirnir hefðu ekki sýnt einkenni sjúkdómsins fyrr en mörgum vikum eftir smit. Áhafnarmeðlimir höfðu ekki hitt neinn í 35 daga og höfðu fengið sendar vistir frá höfninni í Ushuaia. Nú er unnið að því að tímasetja hvenær áhafnarmeðlimir fóru að sýna einkenni COVID-19. Af þeim 61, sem í áhöfninni eru voru aðeins tveir sem greindust smitlausir, tveir þeirra bíða þess enn að fá niðurstöður úr sýnatöku.