fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

57 sjómenn smituðust af kórónuveirunni á dularfullan hátt

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. júlí 2020 03:40

Kórónuveira. Mynd: BSIP/UIG Via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

57 argentínskir sjómenn hafa smitast af kórónuveirunni á dularfullan hátt eftir fimm vikur á sjó, þrátt fyrir að öll áhöfnin hafi greinst smitlaus áður en lagt var af stað.

Heilbrigðisyfirvöld í Tierra del Fuego skýrðu frá þessu á mánudag. Togarinn ”Echizen Maru” sneri til hafnar, eftir að hluti áhafnarinnar sýndi einkenni COVID-19. Samkvæmt yfirvöldum hafa 57 af 61 áhafnarmeðlimum greinst með smit.

14 daga sóttkví

Þetta gerðist þrátt fyrir að allir áhafnarmeðlimir hafi verið í 14 daga sóttkví áður en haldið var úr höfn. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum höfðu allir áhafnarmeðlimir greinst smitlausir áður en þeir fóru í sóttkví.

Leandro Ballatore, sem er yfirmaður deildar fyrir smitsjúkdóma á sjúkrahúsinu í bænum Ushuaia, segir að þetta sé einstakt mál, vegna þess að hafa ekki verið skráð nein dæmi um svo langan meðgöngutíma COVID-19. Hann segir að enn hafi ekki verið hægt að slá því föstu hvar mennirnir smituðust. Meðgöngutími COVID-19, þ.e. tíminn sem líður frá smiti og þar til sjúklingar sýna einkenni, er venjulega 2-12 dagar.

Leitað að uppsprettu smits

Þess vegna væri það alveg einstakt ef sjómennirnir hefðu ekki sýnt einkenni sjúkdómsins fyrr en mörgum vikum eftir smit. Áhafnarmeðlimir höfðu ekki hitt neinn í 35 daga og höfðu fengið sendar vistir frá höfninni í Ushuaia. Nú er unnið að því að tímasetja hvenær áhafnarmeðlimir fóru að sýna einkenni COVID-19. Af þeim 61, sem í áhöfninni eru voru aðeins tveir sem greindust smitlausir, tveir þeirra bíða þess enn að fá niðurstöður úr sýnatöku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

104 ára kona færð í fangelsi

104 ára kona færð í fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Handtekinn 45 árum eftir morðið á mæðginunum

Handtekinn 45 árum eftir morðið á mæðginunum