fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Pressan

Telja að hungursneyð af völdum kórónuveirunnar verði fleirum að bana en COVID-19

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. júlí 2020 18:20

Vannært barn í Jemen. Mynd:EPA-EFE/YAHYA ARHAB

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresku mannúðarsamtökin Oxfam vara við því að hungursneyð, af völdum heimsfaraldurs kórónuveirunnar, geti orðið fleirum að bana á degi hverjum en sjálf veiran. Nú hefur rúmlega hálf milljón manna látist af völdum veirunnar. Í nýrri skýrslu frá Oxfam kemur fram að í árslok muni hugsanlega allt að 12.000 manns látast úr hungri, af völdum heimsfaraldursins, á degi hverjum. Tölur frá Johns Hopkins háskólanum, sýna að 17. apríl létust 8.890 af völdum COVID-19 og hafa aldrei fleiri látist á einum degi af völdum sjúkdómsins.

CNN skýrir frá þessu. Í tilkynningu frá Chema Vera, forstjóra Oxfam, kemur fram að heimsfaraldurinn sé nánast eins og síðasti naglinn í líkkistuna fyrir fólk sem glímir nú þegar við afleiðingar stríðsátaka, loftslagsbreytinga, ójöfnuðar og gallaðs matvælakerfis sem hefur sent milljónir matvælaframleiðenda og verkamanna í fátækt.

Margir eiga ekki fyrir mat vegna tekjutaps af völdum atvinnuleysis eða skertra bótagreiðsla, lítils eða jafnvel engins stuðnings við þá sem vinna utan hins hefðbundna hagkerfis og vegna truflana sem hafa orðið á vöruflæði og erfiðleika hjá framleiðendum. Takmarkanir á ferðafrelsi hafa einnig haft mikil áhrif, þar á meðal á starfsemi mannúðarsamtaka.

Í tilkynningu sinni skorar Oxfam á matvæla- og drykkjarvöruframleiðendur á borð við Coca-Cola, Unilever og General Mills.

„Á meðan þetta gerist halda ríkustu fyrirtækin áfram að hagnast. Átta stærstu matvæla- og drykkjarvöruframleiðendurnir hafa greitt hluthöfum rúmlega 18 milljarða dollara í hagnað síðan í janúar. Einnig á þeim tíma er heimsfaraldurinn var að breiðast út um heiminn. Þetta er tíu sinnum meira en SÞ segja að þurfi til að koma í veg fyrir hungur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?