BBC skýrir frá þessu. 1947 reyndi norski ævintýramaðurinn Thor Heyerdahl að sanna að slíkar ferðir hefðu verið mögulegar á frumstæðum bátum löngu áður en talið var að það hefði verið mögulegt. Niðurstöður nýrrar rannsóknar styðja við þetta.
„Við fundum leifar af DNA úr innfæddum Ameríkumönnum á mörgum polynesískum eyjum.“
Segir Alexander Ioannidis, hjá Stanford háskólanum í Kaliforníu. Hann rannsakaði erfðaefni 800 manns til að reyna að komast að niðurstöðu um þetta.
„Þetta er endanleg sönnun þess að samskipti áttu sér stað.“
Með öðrum orðum þá áttu innfæddir á ameríska meginlandinu í samskiptum við íbúa í Pólýnesíu og þannig blönduðust gen þeirra.
Tölvulíkön sýna að langlíklegast var lagt af stað frá Ekvador eða Kólumbíu og að þaðan hafi verið siglt til þess sem við þekkjum í dag sem Frönsku Pólýnesíu. Evrópumenn komu fyrst til Pólýnesíu 1595.