Þetta kemur fram í vísindaritinu Nature Communications.
Fyrri rannsóknir bentu til að móðir gæti smitað ófætt barn sitt og nú hefur það verið staðfest að sögn Daniele De Luca læknis sem vann að rannsókninni. Hún segir að nú hafi verið sýnt fram á að smit geti borist frá móður til fósturs um fylgjuna á síðustu vikum meðgöngunnar.
Í síðustu viku sögðu ítalskir vísindamenn að rannsókn á 31 barnshafandi konu, sem voru innlagðar með COVID-19, bentu sterklega til að veiran gæti borist frá móður til ófædds barns.
Fyrrnefndur drengur byrjaði að sýna einkenni COVID-19 um sólarhring eftir að hann kom í heiminn. Líkami hans varð stífur, heili hans varð fyrir áhrifum og hann var mjög pirraður. Hann komst á bataveg áður en læknar gátu tekið ákvörðun um hvaða meðferð væri best fyrir hann. Hann náði næstum fullri heilsu á þremur vikum. Þremur mánuðum síðar var móðir hans orðin einkennalaus.
Frönsku læknarnir leggja áherslu á að á meðal þeirra mörg þúsund barna, sem COVID-19 smitaðar mæður, hafa alið séu það aðeins eitt til tvö prósent sem hafa greinst með smit.
„Slæmu fréttirnar eru að þetta gerðist og getur gerst. Góðu fréttirnar eru að þetta er mjög sjaldgæft.“
Sagði Daniele De Luca.