fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

American Airlines íhugar að hætta við kaup á Boeing 737 Max

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. júlí 2020 10:15

Boeing 737 MAX 8. Mynd:Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska flugfélagið American Airlines íhugar nú að falla frá kaupum á Boeing 737 Max flugvélum sem það hafði pantað. Ástæðan er ekki sú ólánssaga sem hefur sett mark sitt á vélar af þessari tegund heldur erfiðleikar flugfélagsins við að fjármagna kaupin.  Nú vill American Airlines að Boeing komi að fjármögnun kaupa á vélunum.

Samkvæmt frétt The Wall Street Journal þá hefur flugfélagið átt í erfiðleikum með að finna lánveitendur sem vilja lána til kaupa á vélunum. Ástæða þess er að flugsamgöngur hafa að miklu leyti legið niðri mánuðum saman vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

American Airlines hefur pantað 76 vélar og á að fá þær afhentar á þessu ári. Boeing hefur unnið að því að finna fjármögnunarleið til að flugfélagið geti tekið við vélunum. Ein af þeim lausnum sem nú er verið að skoða er að fjárfestingafélag Boeing kaupi vélarnar og leigi þær síðan áfram til American Airlines.

Samtímis leggur Boeing nótt við dag við að reyna að sannfæra bandarísk flugmálayfirvöld um að Max vélarnar séu öruggar eftir þær breytingar sem hafa verið gerðar á þeim. Flugbann er í gildi á vélar af þessari tegund og því vill Boeing fá breytt svo hægt sé að taka vélarnar í notkun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga