Fjöldi brimbrettafólks varð vitni að árásinni og reyndi að koma piltinum til bjargar. Þeim tókst að koma honum í land þar sem honum var strax veitt lífsbjargandi aðstoð en þrátt fyrir það tókst ekki að bjarga lífi hans.
Í tilkynningu frá lögreglunni segir að pilturinn hafi hlotið alvarlega áverka á fótum.
Lögreglan lokaði öllum baðströndum á svæðinu í kjölfarið.
Þetta var í fimmta sinn á árinu sem hákarl verður manneskju að bana við strendur Ástralíu. Þrír til viðbótar hafa slasast alvarlega í slíkum árásum. Að meðaltali verða hákarlar einni manneskju að bana árlega í Ástralíu. Á síðasta ári var ekkert andlát af völdum hákarla skráð.