fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

10 drukknuðu við að reyna að bjarga litlum dreng

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. júlí 2020 10:15

Frá Palm Beach í Alexandríu. Mynd: EPA-EFE/KHALED ELFIQI

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

11 manns drukknuðu á föstudaginn við norðurströnd Egyptalands. Slysið átti sér stað við Palm Beach í Alexandríu. Hópur fólks lagði leið sína á ströndina snemma dags. Strendurnar eru lokaðar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og því eru engir lífverðir til staðar.

The Telegraph segir að lítill drengur, sem var í hópnum, hafi lent í vandræðum þegar hann var úti í sjónum og hafi fullorðinn karlmaður þá farið út í sjó til að bjarga honum. En straumurinn var of sterkur og maðurinn lenti í vandræðum. Þá reyndu níu til viðbótar úr hópnum að koma drengnum og manninum til bjargar en lentu allir í vandræðum og drukknuðu.

Sex lík fundust fljótlega. Strendurnar við Alexandríu eru mjög vinsælar að sumarlagi. Svo virðist sem fólkið hafi mætt snemma til að forðast lögregluna sem fer í eftirlitsferðir um ströndina til að tryggja að fólk haldi sig fjarri henni á meðan hún er lokuð.

Palm Beach hefur lengi verið þekkt fyrir hversu sterkir straumar eru þar og hafa strandgestir oft lent í vandræðum vegna þess. Árlega látast nokkrir af völdum sterkra strauma, ölduhæðar og í klettum við ströndina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð