fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Pressan

Lagt hald á kókaín, skartgripi og 13 milljónir punda í „feluboxum“ flutningabíla.

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 12. júlí 2020 09:00

Hluti af þýfinu. Mynd: Lundúnalögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í London segir að hættulegir menn séu grunaðir um að ganga afar langt í fela það sem þeir höfðu upp úr glæpastarfseminni. Sumir af hættulegustu glæpamönnum borgarinnar voru handteknir og hald var lagt á skartgripi, kókaín og um 13 milljónir punda í reiðufé eftir að lögreglan fann felustaði fyrir góssið í flutningabílum.

Lögreglan fann þrjú geymsluhólf í farartækjum hinna grunuðu, en þeir voru handteknir í lögregluaðgerð sem sögð er vera ein sú stærsta sem gerð hefur verið til þess að reyna að uppræta skipulagða glæpastarfsemi í London.

Tvö geymsluhólfanna litu út fyrir að vera rafmagnskassar, sem gera má ráð fyrir að finna í öllum flutningabílum. Þriðji felustaðurinn var falinn í gólfinu aftast í bílnum og var opnaður með fjarstýringu. Lögreglan sagði að felustaðirnir hafi verið þannig úr garði gerðir að flókið hafi verið að opna þá og til þess hefði þurft sérstaka lykla.

Þýfið var vel falið. Mynd: Lundúnalögreglan

Ekki hefur verið gefið upp hver margir voru handteknir. Fulltrúi lögreglunnar sagði að glæpamenn beiti öllum ráðum til þess að fela fíkniefni, vopn og ágóðann af glæpastarfseminni. Hann sagði einnig að lögreglan finni reglulega felustaði í farartækjum og á heimilum.

Lögreglan segir að margir þessara glæpamanna haldi að auður þeirra sé ósnertanlegur og að peningar séu aðalástæðan fyrir því að fólk leiðist út í skipulagða glæpastarfsemi. Þess vegna sé fjárhagur hinna grunuðu alltaf rannsakaður og lögreglan geri allt sem hún getur til þess að leggja hald á allt sem glæpamennirnir hafa aflað með ólöglegum hætti og sækja þá til saka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nú þrengir að frönskum klámnotendum

Nú þrengir að frönskum klámnotendum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Allt brjálað út af risastórum lottóvinningi – Keyptu allar raðirnar og græddu fúlgur

Allt brjálað út af risastórum lottóvinningi – Keyptu allar raðirnar og græddu fúlgur
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hann var í blóma lífsins og hún á leiðinni á toppinn en þá var haldið partý

Hann var í blóma lífsins og hún á leiðinni á toppinn en þá var haldið partý
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga