fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Pressan

Sögulegur samningur – Fær 503 milljónir dollara fyrir 10 ára samning

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. júlí 2020 15:05

Patrick Mahomes. Mynd:EPA-EFE/LARRY W. SMITH

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Patrick Mahomes hefur tekið bandarísku NFL deildina með trompi og verður nú hæst launaðist íþróttamaður sögunnar í hópíþróttum í Bandaríkjunum. Hann hefur nú framlengt samning sinn við Ofurskálameistara Kansas City Chiefs og gildir samningurinn út 2031 tímabilið. Það er einsdæmi að svo langur samningur sé gerður í bandarísku ruðningsdeildinni.

Liðið skýrði frá þessu á Twitter. Bandarískir íþróttamiðlar, til dæmis NFL Network og ESPN, segja að samningurinn hljóði upp á 503 milljónir dollara. Þetta er því verðmætasti samningurinn í sögu NFL og allra hópíþrótta í Bandaríkjunum.  Enginn íþróttamaður hefur áður samið um laun upp á rúmlega hálfan milljarð dollara. Þetta er einnig í fyrsta sinn sem leikmaður í NFL er launahæsti leikmaður landsins.

Mahomes hefur leikið með Kansas City Chiefs í þrjú leiktímabil og hefur þótt standa sig frábærlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hógvær“ Breti heiðraður af borgarstjóranum í Amsterdam – Yfirbugaði hnífamann

„Hógvær“ Breti heiðraður af borgarstjóranum í Amsterdam – Yfirbugaði hnífamann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjö slæm mistök sem margir gera í svefnherberginu

Sjö slæm mistök sem margir gera í svefnherberginu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Báru kennsl á líkið eftir sjö ár

Báru kennsl á líkið eftir sjö ár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kínverjar vonast til að ókeypis mjólk leiði til fleiri barnsfæðinga

Kínverjar vonast til að ókeypis mjólk leiði til fleiri barnsfæðinga