Bloomberg skýrir frá þessu. Boeing hefur ekki enn tilkynnt starfsfólki sínu þetta en vélin hefur verið framleidd í Seattle síðan 1970. Bloomberg byggir frétt sína á mörgum breytingum sem tilkynnt hefur verið um hjá Boeing að undanförnu.
18 Boeing 747 fragtflutningavélar voru pantaðar 2018 en eftir það hefur ekki ein einasta pöntun borist. Boeing á enn eftir að afhenda 15 vélar. Það tekur um um tvo mánuði að framleiða eina vél og því eru enn rúmlega tvö ár í að búið verði að framleiða allar 15 vélarnar.
Frá upphafi hefur Boeing selt 1.571 vél af þessari gerð. 356 slíkar vélar eru enn í rekstri.