fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Tók allt spariféð út úr banka af ótta við afleiðingar kórónuveirunnar – Týndi því síðan

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 1. júlí 2020 10:35

Krónurnar streymdu yfir Eyrarsund.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðasta mánudagsmorgun hringdi 42 ára kona í lögregluna í Árósum í Danmörku og sagðist hafa týnt um 36.000 dönskum krónum, það svarar til rúmlega 700.000 íslenskra króna. Hún taldi ekki útilokað að peningunum hefði verið stolið úr tösku hennar á milli klukkan 15 og 23 á sunnudeginum.

Konan sagðist hafa tekið allt sparifé sitt út úr banka af ótta við að bankar myndu loka vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Konan hringdi það snemma dags að lögreglan var ekki enn búin að senda frá sér tilkynningu til fjölmiðla um verkefni síðasta sólarhrings. Í þeirri tilkynningu kom fram að 59 ára kona hafði fundið gegnsæjan grænan poka í runna á gönguferð sinni í vesturhluta Árósa á sunnudeginum. Í pokanum voru rúmlega 35.000 krónur.

Þetta voru einmitt peningarnir sem hin konan hafði týnt. Upphæðin passaði nær alveg við það sem hún sagði og auk þess var augnskuggi í pokanum eins og konan hafði skýrt frá. Ekki er vitað hvernig peningarnir enduðu í runnanum en konan fékk peningana sína aftur að frádregnum fundarlaunum sem hin skilvísa kona á rétt á samkvæmt lögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“