Konan sagðist hafa tekið allt sparifé sitt út úr banka af ótta við að bankar myndu loka vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.
Konan hringdi það snemma dags að lögreglan var ekki enn búin að senda frá sér tilkynningu til fjölmiðla um verkefni síðasta sólarhrings. Í þeirri tilkynningu kom fram að 59 ára kona hafði fundið gegnsæjan grænan poka í runna á gönguferð sinni í vesturhluta Árósa á sunnudeginum. Í pokanum voru rúmlega 35.000 krónur.
Þetta voru einmitt peningarnir sem hin konan hafði týnt. Upphæðin passaði nær alveg við það sem hún sagði og auk þess var augnskuggi í pokanum eins og konan hafði skýrt frá. Ekki er vitað hvernig peningarnir enduðu í runnanum en konan fékk peningana sína aftur að frádregnum fundarlaunum sem hin skilvísa kona á rétt á samkvæmt lögum.