Í þessum Evrópulöndum er best að vera eftirlaunaþegi:
Finnland skipar efsta sæti listans, en landið var í öðru sæti árið áður. Það er þó ekki vegna þess að landið sé í efsta sæti í stökum flokkum, heldur er um meðaltal allra flokka að ræða. Þegar litið er til einstakra flokka er Serbía það land þar sem húsnæðisverð er lægst, Ítalía er með flesta íbúa yfir 65 ára aldri, í Sviss eru hæstu lífslíkurnar og í Úkraínu er ódýrast að lifa, þó skipar Úkraína neðsta sæti listans, þegar litið er á meðaltal allra þátta.
Evrópusambandið gerir ráð fyrir því að árið 2070 verði íbúar sambandsins orðnir 520 milljónir.