Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að Jensen og Stærk hefðu í sameiningu staðið að morðinu. Annar þeirra sagði fyrir dómi að þeir hefðu látið höggin dynja á Simonsen því hann hefði verið með nektarmyndir af sameiginlegri vinkonu þeirra í fórum sínum.
Jensen átti í kynferðislegu sambandi við umrædda konu á þessum tíma og hafði gert Simonsen ljóst að hann mætti ekki sýna neinum myndirnar. Simonsen neitaði að vera með nektarmyndir af konunni.
Þessu trúði Jensen ekki og byrjað að slá hann og síðan byrjaði Stærk einnig að láta höggin dynja á honum. Þeir skildu Simonsen síðan eftir og báru fyrir dómi að hann hefði staðið í lappirnar þegar þeir yfirgáfu hann.