Talsmaður WHO sagði í gær að stofnunin ætli að „kafa vel ofan í“ kínverskar rannsóknir á þessari veiru.
Christian Lindmeier, talsmaður WHO, sagði að þessi nýja veira sýni hversu mikilvægt það er að halda áfram að fylgjast með inflúensu á meðan núverandi heimsfaraldur herjar. Það sé mikilvægt að alþjóðlegt samstarf eigi sér stað um þær veirur sem uppgötvast og þróun þeirra í dýrum.
Nýjan veiran fannst í svínum en hún getur borist í fólk og hefur nú þegar gert það. BBC segir að veiran, og inflúensan sem hún veldur, minni á svínainflúensuna sem herjaði á heimsbyggðina 2009.
Vísindamenn hafa áhyggjur af að veiran geti stökkbreyst og þar sem hún er ný eiga þeir ekki von á að fólk sé ónæmt fyrir henni.
Nýja veiran heitir G4 EA H1N1 og líkist svínainflúensunni segir Kin-Chow Chang, einn kínversku vísindamannanna sem uppgötvaði hana. Hann segir að vísindamenn hafi nú þegar fundið dæmi um að veiran hafi borist í fólk en hún hefur fundist í starfsfólki kínverskra sláturhúsa. Ekki er enn ljóst hvort hún getur smitast á milli fólks.