fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Hafa fundið morðvopnið í máli Olof Palme

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. júní 2020 03:20

Olof Palme.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á morgun mun saksóknari í Svíþjóð tilkynna hvort rannsókn á morðinu á Olof Palme verður hætt. Einnig mun saksóknari skýra frá því að byssan, sem Palme var skotinn með, sé fundinn. Sænsku ríkisstjórninni hefur verið tilkynnt þetta.

Aftonbladet skýrir frá þessu og vitnar í heimildarmenn innan ríkisstjórnarinnar. Palme var myrtur að kvöldlagi í febrúar 1986 þegar hann var að koma úr kvikmyndahúsi.

Krister Petterson, saksóknari, hefur áður látið hafa eftir sér að hann væri bjartsýnn á að hægt væri að upplýsa málið og skýra frá hver myrti Palme. Aftonbladet hefur áður skýrt frá því að morðinginn sé látinn.

Þrátt fyrir að morðinginn sé látinn er talið að ákæruvaldið hafi aflað nægilegra sönnunargagna til að gefa út ákæru og að réttarhöld fari fram í framhaldi af því. NTB skýrir frá því.

The Guardian segir að sænskir lögreglumenn hafi fundað með fulltrúum suður-afrísku leyniþjónustunnar í Pretoríu í Suður-Afríku um miðjan mars og hafi þá fengið afhent gögn sem skipta máli fyrir rannsóknina. Ekki er vitað hvort þau innihalda ný sönnunargögn.

Ein af kenningunum, sem mest hafa verið ræddar undanfarin misseri, um morðið er sú þar sem hinn svokallaði Skandiamaður kemur við sögu. Það var maður sem starfaði hjá tryggingafélaginu Skandia og var staddur nærri morðvettvanginum. Hann var síðar yfirheyrður sem vitni en grunur féll ekki á hann á þeim tíma. Hann er sagður hafa haft aðgang að byssu sömu gerðar og Palme var skotinn með. Skandiamaðurinn er sagður hafa hatað Palme eins og pestina. Hann lést árið 2000.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tekinn af lífi á afmælinu sínu

Tekinn af lífi á afmælinu sínu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Harðar lottódeilur – Vann 28 milljarða og krefst 28 milljarða í viðbót

Harðar lottódeilur – Vann 28 milljarða og krefst 28 milljarða í viðbót