fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Danskur raðmorðingi dæmdur í lífstíðarfangelsi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. júní 2020 07:00

James Schmidt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sunnudaginn var James Schmidt, 28 ára Dani af súdönskum uppruna, dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir tvö ránmorð sem hann framdi í mars á síðasta ári. Hann var sýknaður af ákæru um þriðja morðið því búið var að brenna líkið þegar rannsókn hófst og því var ekki hægt að kryfja það. Fórnarlömbin voru ellilífeyrisþegar á níræðisaldri.

Schmidt var sakfelldur fyrir að hafa myrt tvo íbúa í sama fjölbýlishúsinu en sýknaður af að hafa myrt þann þriðja, 83 ára konu. Hann var einnig sakfelldur fyrir að hafa stolið greiðslukortum og fleiri munum frá fórnarlömbunum. Það komst upp um hann vegna notkunar hans á greiðslukortunum.

Í upphafi yfirsást lögreglunni að eitthvað væri grunsamlegt við dauðsföllin og því hófst rannsókn á málunum ekki fyrr en árvökulir ættingjar vöktu athygli lögreglunnar á að greiðslukort fórnarlambanna höfðu verið notuð eftir andlát þeirra.

Við dómsuppkvaðninguna sagði dómarinn að Schmidt hefði gerst sekur um tvö morð og þjófnaði. Ekkert hefði komið fram í málinu sem gæti mildað refsinguna og því skuli Schmidt sitja í fangelsi til æviloka. Í Danmörku er refsingin fyrir ránmorð venjulega 16 ára fangelsi en saksóknari krafðist ævilangs fangelsis þar sem um tvö morð væri að ræða og vegna fyrri dóma sem Schmidt hefur hlotið.

„Ég veit að lífstíðarfangelsi er lítil huggun fyrir fórnarlömbin og fjölskyldur þeirra. En þetta er sanngjörn afleiðing þess að fremja svo hryllilega glæpi eins og ákærði gerði. Lífstíðarfangelsi á að tryggja samfélagið og okkur öll fyrir að hann geti ekki gert þetta aftur. Sú hætta er svo sannarlega fyrir hendi og við getum ekki leyft því að gerast.“

Sagði Søren Harbo, saksóknari, eftir dómsuppkvaðninguna.

Geðrannsókna var gerð á Schmidt og var niðurstaða lækna að hann sé „hættulegur“ og með „mjög afbrigðileg og mikil einkenni geðveiki“. Af þeim sökum telja læknarnir miklar líkur á að hann muni aftur fremja alvarleg afbrot ef hann gengur laus.

Verjandi Schmidt áfrýjaði dómnum strax til Landsréttar.

2012 mildaði Hæstiréttur dóm yfir Schmidt en hann hafði verið dæmdur til ótímabundinnar vistunar í fangelsi fyrir morðtilraun og nauðgun þegar hann var á unglingsaldri. Hæstiréttur mildaði dóminn í sjö ára fangelsi. Á meðan hann afplánaði dóminn hlaut hann dóm fyrir árás á tvo fangaverði. Hann fékk ekki reynslulaus og afplánaði því dóminn að fullu í fangelsi því Fangelsismálastofnun mat það sem svo að samfélaginu stafaði hætta af honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum