BMJ birti nýlega nýja rannsókn sem bendir til að mjólkurfita geti verið holl. Alþjóðlegt teymi vísindamanna fór í gegnum heilbrigðisupplýsingar tæplega 150.000 manns í 21 landi. Meðal niðurstaðna þeirra er að þeir sem borða fituríkar mjólkurvörur séu síður í hættu á að fá sykursýki, hjartsláttartruflanir og aðra sjúkdóma.
Greinilegasti munurinn var hjá þeim sem neyttu tveggja eða fleiri skammta af fituríkum mjólkurvörum á borð við nýmjólk, rjóma og smjör. Samanburðurinn var gerður við fólk sem ekki neytti mjólkurafurða.
28 prósent færri voru með efnaskiptasjúkdóma.
21 prósent færri voru með of háan blóðþrýsting.
29 prósent færri voru með of mikið mittismál.
14 prósent færri voru með of hátt gildi blóðsykurs.
Þeir sem neyttu fitulítilla mjólkurvara virtust ekki hafa neinn heilsufarslegan ávinning af því. Þvert á móti hafði hærra hlutfall þeirra of hátt gildi blóðsykurs en það getur verið merki um sykursýki 2.
Rannsóknin bætist við fleiri nýlegar rannsóknir sem hafa sýnt að fituríkar mjólkurvörur séu ekki hættulegar og kannski þvert á móti hollar.
Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu.