Þau tölurnar séu háar þá eru þær enn hærri í Bretlandi og Bandaríkjunum. Sérfræðingar segja þó að líklegast sé fjöldi smittilfella í Brasilíu miklu hærri því ekki séu tekin sýni úr nægilega mörgum.
Bolsonaro vill opna samfélagið á nýjan leik og segir að efnahagsleg atriði vegi meira en heilsa landsmanna.
Bolsonaro hefur ekki verið viljugur til að grípa til harðra aðgerða til að reyna að takmarka útbreiðslu veirunnar og fyrir um þremur mánuðum sagði hann veiruna aðeins vera smávægilegt kvef.
Á föstudaginn hótaði hann að draga Brasilíu út úr starfsemi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO því hún væri of pólitísk. WHO verði að starfa án hugmyndafræðilegra fordóma, að öðrum kosti segi Brasilía skilið við stofnunina.
Bolsonaro er mjög hægrisinnaður og hefur oft verið líkt við Donald Trump hvað varðar skoðanir og hegðun.