Málið er fordæmisgefandi og hafði niðurstöðunnar verið beðið með spenningi. Undirréttur dæmdi manninn í 30 daga fangelsi fyrir að hafa flúið úr fangelsi en sýknaði hann af ákæru um að hafa haft í hótunum við lögreglumennina.
En Landsréttur sneri dómnum við og dæmdi hann í samtals þriggja mánaða fangelsi. Í dómsorði segir að hósti geti smitað fólk af sjúkdómum og að það skipti engu þótt maðurinn hafi ekki verið smitaður af kórónuveirunni, hótun hafi búið að baki.