fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Bandarískir lögreglumenn fá aðeins 40 klukkustunda þjálfun í valdbeitingu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. júní 2020 08:00

George Floyd lést eftir að lögregla kraup á hálsi hans í yfir sjö mínútur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólk er lamið, það er sparkað í það og það jafnvel drepið af lögreglumönnum sem eiga fyrst og fremst að þjóna og vernda þetta sama fólk. Hlutfall svartra fórnarlamba er mun hærra en fjöldi svartra íbúa segir til um. Það eru 3,5 sinnum meiri líkur á að svart fólk deyi í tengslum við handtöku en hvítt. Þetta er staðan í Bandaríkjunum.

Morðið á George Floyd er bara eitt margra mála þar sem lögreglan hefur drepið óvopnað svart fólk með óhóflegri valdbeitingu. Mikil mótmæli hafa brotist út víða um landið og í öðrum löndum hafa samstöðumótmæli farið fram.

Margir krefjast endurbóta á bandarísku lögreglunni og benda á að lögreglumenn fái allt of litla þjálfun. Það er mikill munur á henni á milli ríkjanna en 2013 var meðalþjálfunartíminn 34 vikur. Að þeim loknum taldist fólk hafa lokið námi sem lögreglumenn.

Í Minnesota, þar sem Floyd var drepinn, varir þjálfunin aðeins í 16 vikur og svo kemur starfsþjálfun þar ofan á. USA Today hefur eftir John Peters Jr., forstöðumanni Institute for the Prevention and Management of In-Custody Deaths, að í flestum bandarískum lögregluskólum fái nemendurnir um 40 klukkustunda þjálfun í valdbeitingu.

Engar opinberar tölur eru til um fjölda þeirra sem bandarískir lögreglumenn hafa banað en samkvæmt gagnabankanum Fatal Encounters hafa 28.139 fallið fyrir hendi lögreglumanna frá aldamótum. Svart fólk og fólk frá Latnesku-Ameríku er áberandi í tölfræðinni, hlutfallslega miklu fleira en ætti að vera miðað við samsetningu þjóðfélagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga