Samkvæmt frétt Anchorage Daily News þá hefur stjórn Trump sett nýjar reglur sem heimila veiðar á björnum og úlfum í híðum þeirra og grenjum.
Mörg náttúruverndarsamtök, þar á meðal Defenders of Wildlife, gagnrýna þetta og segja þetta vera beina ógn við vistkerfi og dýralíf í þjóðgörðum og á verndarsvæðum.
„Stjórn Trump hefur náð nýjum lægðum í meðhöndlun sinni á villtum dýrum.“
Segir Jamie Rappaport Clark, forseti Defenders of Wildlife, í fréttatilkynningu.
„Það er villimannslegt að heimila aflífun bjarnarhúna og ylfinga í híðum og grenjum. Reglurnar gera að engu aðalmarkmið náttúruverndarsvæðanna um að vernda og varðveita náttúruna og villt dýr.“