Ekstra Bladet skýrir frá þessu og vitnar í tölur frá danska seðlabankanum.
Þetta svarar til þess að hver Dani, 18 ára og eldri, eigi að meðaltali 215.000 krónur í banka. En auðvitað er staðan ekki þannig að allir eigi jafnmikið. Sumir eiga lítið, aðrir ekkert og enn aðrir mikið.
Á síðasta ári jukust bankainnistæður landsmanna um 64 milljarða og segja hagfræðingar að það sé vegna góðrar þróunar í efnahagslífinu og fjármálum almennings. Auk þess hafi fólk farið varlega og ekki eytt öllum ráðstöfunartekjum sínum.