fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Sparsamir Danir – Eiga tæplega billjón krónur í bönkum landsins

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 30. júní 2020 20:00

Krónurnar streymdu yfir Eyrarsund.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur orðið til þess að margir Danir hafa kosið að bæta við bankainnistæður sínar sem hafa gildnað töluvert á undanförnum árum. Í maí jukust innlán danskra banka um 12 milljarða danskra króna og voru þá orðin 999 milljarðar. Það er því ekki langt í að Danir eigi eina billjón króna í bönkum landsins.

Ekstra Bladet skýrir frá þessu og vitnar í tölur frá danska seðlabankanum.

Þetta svarar til þess að hver Dani, 18 ára og eldri, eigi að meðaltali 215.000 krónur í banka. En auðvitað er staðan ekki þannig að allir eigi jafnmikið. Sumir eiga lítið, aðrir ekkert og enn aðrir mikið.

Á síðasta ári jukust bankainnistæður landsmanna um 64 milljarða og segja hagfræðingar að það sé vegna góðrar þróunar í efnahagslífinu og fjármálum almennings. Auk þess hafi fólk farið varlega og ekki eytt öllum ráðstöfunartekjum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“
Pressan
Í gær

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú