fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Erik segir kvenkyns tölvuleikjaspilurum að kenna að limur hans er „ónýtur“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 30. júní 2020 05:45

Ein af umræddum tölvuleikjaspilurum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kynlífsfíkillinn og raðmálshöfðunarmaðurinn Erik Estavillo hefur höfðað mál á hendur streymisveitunni Twitch vegna skemmda á getnaðarlim hans. Hann staðhæfir að getnaðarlimurinn hafi skemmst þegar hann var að horfa á kvenkyns tölvuleikjaspilara spila á Twitch.

Hann krefst um 25 milljóna dollara í bætur. New York Post segir að 56 blaðsíðna löng stefna hans á hendur Twitch hafi verið lögð fram hjá dómstóli í Santa Clara þann 15. júní síðastliðinn. Í stefnunni kemur fram að Erik telji að Twitch, sem er í eigu Amazon, hafi markvisst beint „vafasömu kynferðislega hlöðnu efni að honum frá kvenkyns tölvuleikjaspilurum“.

Hann segist vera kynlífsfíkill og segir að allt þetta daglega áhorf á konurnar spila tölvuleiki hafi orðið til þess að hann hafi notað svokallað Fleslight til að fróa sér á meðan. Þetta endaði að hans sögn með að getnaðarlimur hans eyðilagðist.

https://www.instagram.com/p/B_3elbwH5Fh/?utm_source=ig_embed

Twitch segir að Erik fylgi 786 konum en engri konu á streymisveitunni. Hann segir að vegna mikillar sjálfsfróunar hafi hann fengið mikla verki i getnaðarliminn og hafi orðið að fá meðhöndlun með sýklalyfi. Hann segir einnig í stefnu sinni að eitt sinn hafi hann fengið sáðlát yfir tölvuskjáinn og það hafi valdið því að skammhlaup varð í tölvubúnaði hans og eldur hafi komið upp sem varð til þess að rafmagnið fór af húsinu hans.

Talsmaður Twitch sagði í samtali við New York Post að ásakanir Erik væru lygi og ekkert á bak við þær.

Erik segist þjást af þunglyndi og fleiri geðsjúkdómum auk þess að vera kynlífsfíkill. Eina áhugamál hans sé að spila tölvuleiki og hann fari ekki mikið út. Hann hefur áður krafist bóta frá Microsoft, Sony, Nintendo og Blizzard án þess að hafa nokkuð upp úr krafsinu. Af þessum sökum hafa bandarískir fjölmiðlar sagt hann vera „raðmálshöfðara“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Egill Þór er látinn
Pressan
Í gær

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð