fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Lést skömmu fyrir brúðkaupið – Ljósmyndastofan er nú í miklum hremmingum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. júní 2020 05:00

Justin og Alexis.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í febrúar lést Alexis Wyatt, 22 ára, í hörmulega bílslysi. Eftir stóð unnusti hennar, Justin Motney, 24 ára, sem niðurbrotinn neyddist til að aflýsa brúðkaupi þeirra sem var fyrirhugað þann 24. maí síðastliðinn. Nær allt var til reiðu fyrir brúðkaupið, þar á meðal var búið að fá ljósmyndara frá Copper Stallion Media í Dallas til að sjá um myndatöku.

Motney sendi tölvupóst til fyrirtækisins og útskýrði hvað hafði gerst og bað um að fá 1.800 dollara fyrirframgreiðslu vegna myndatökunnar endurgreidda. Fyrirtækið, sem segist vera „lúxusljósmyndafyrirtæki“, svaraði honum og sagðist taka verkefnið af dagskrá en það gæti því miður ekki endurgreitt honum.

Motney hélt að einhver misskilningur hefði orðið og svaraði tölvupóstinum og sendi með tengil á frétt um bílslysið hræðilega. Einnig setti hann dánartilkynninguna með í viðhengi í þeirri von að peningarnir fengjust endurgreiddir. En allt kom fyrir ekki og ljósmyndastofan neitaði að endurgreiða. Motney gaf fyrirtækinu því slæma umsögn á vefsíðunni TheKnot sem er brúðkaupsvefsíða.

„Þeir hefðu átt að endurgreiða peningana því ekkert varð af verkefninu. Í staðinn sögðu þeir að þeir myndu veita mér inneign sem myndi gilda í næsta brúðkaupi mínu. Þetta var kaldranalegt að segja.“

Skrifaði hann.

Óhætt er að segja að fyrirtækið hafi brugðist illa við þessari umsögn og á fyrirhuguðum brúðkaupsdegi Wyatt og Motney birti fyrirtækið færslu á Facebook, færslu sem varð til þess að fyrirtækið er nú í sannkölluðu óveðri þar sem fólk leggur nánast fæð á það.

Skjáskot af færslu ljósmyndastofunnar.

„Í dag hefðum við átt að mynda brúðkaup Justin og Alexis í Colorado Springs en eftir fjölmiðlabrellu Justin, þar sem hann reyndi að hóta okkur til að endurgreiða honum, vonum við að þú grátir og kennir í brjósti um þig allan daginn, daginn sem átti að vera brúðkaupsdagurinn þinn.“

En ekki nóg með þessa færslu á Facebook því fyrirtækið stofnaði einnig tvær vefsíður, JustinMotney.com og JustinMotneyWedding.com, þar sem einfaldur texti mætti lesendum:

„Lífið er ósanngjarnt, Justin.“

Ljósmyndastofan hefur ekki svarað bandarískum fjölmiðlum um málið en hefur verið mjög virk í athugasemdakerfum samfélagsmiðla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Í gær

Lauflétt ráð til að sofna hraðar

Lauflétt ráð til að sofna hraðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í