fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

99% viss um að bóluefni gegn kórónuveirunni muni virka

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. júní 2020 06:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjá kínverska fyrirtækinu Sinovac er fólk nánast fullvisst um að bóluefnið gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19 sjúkdómnum, muni virka. Fyrirtækið er nú að byggja verksmiðju þar sem stefnt er á að framleiða 100 milljónir skammta af bóluefninu.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að fyrirtækið sé nú á öðru stigi tilrauna með bóluefnið og taka rúmlega 1.000 sjálfboðaliðar taka þátt í þeim. Viðræður standa nú yfir um að hefja þriðja stig tilrauna í Bretlandi.

„Það er vel heppnað. Ég er 99% viss um það.“

Sagði Luo Baishan, sem vinnur að gerð bóluefnisins, þegar Sky News spurði hann hvort hann telji að það muni virka.

Stærsta vandamál fyrirtækisins er að svo lítið er um smit í Kína að erfitt er að finna fólk til að taka þátt í tilraunum með bóluefnið. Af þeim sökum horfir fyrirtækið nú til annarra landa, þar á meðal Bretlands.

Markmið fyrirtækisins er að framleiða 100 milljónir skammta en það þýðir auðvitað að margir munu ekki fá það. Forstjóri Sinovac segir að fyrirtækið mæli ekki með að allir verði bólusettir, markmiðið sé að þeir sem eru í stærstu áhættuhópnum, til dæmis heilbrigðisstarfsfólk og eldra fólk, verði bólusett.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvíthákarl varð manni að bana

Hvíthákarl varð manni að bana
Pressan
Í gær

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann