fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Rolling Stones hafa fengið nóg – Hóta Trump lögsókn

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 28. júní 2020 16:00

Félagarnir í Rolling Stones hafa fengið sig fullsadda á Trump.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rokkhljómsveitin Rolling Stones hefur fengið nóg og hótar að höfða mál á hendur Donald Trump, Bandaríkjaforseta, ef hann hættir ekki að nota tónlist hljómsveitarinnar í bakgrunni á framboðsfundum sínum.

Á nýlegum kosningafundi Trump í Tulsa í Oklahoma var lagið „You Can‘t Always Get What You Want“ í flutningi Rolling Stones leikið. Hljómsveitin hefur kvartað undan notkun Trump á lögum hennar allt frá 2016 en það hefur engu breytt, Trump hefur óhikað notað lög hljómsveitarinnar á framboðsfundum sínum.

Við embættistöku hans 2017 var lagið „Heart of Stone“ leikið. En nú hafa meðlimir Rolling Stones endanlega fengið sig fullsadda af þessu. Með aðstoð bandarísku BMI samtakanna, sem annast hagsmunagæslu fyrir listamenn, hafa þeir fundið leið til að lögsækja Trump fyrir brot á höfundarrétti þeirra.

Tímaritið Rolling Stone hefur eftir hljómsveitarmeðlimum að framboðsfundurinn í Tulsa hafi hugsanlega verið sá síðasti sem Trump notaði tónlist hljómsveitarinnar því ef hann haldi þessu áfram verði mál höfðað á hendur honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 5 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin