Science Alert skýrir frá þessu. Eins og kunnugt er þá er tunglið í læstri stöðu, það er að segja það er alltaf sama hliðin sem snýr að jörðinni. Hún er þakin stórum, svörtum blettum sem nefnast lunar maria (tunglhöf). Þessir blettir eru úr basalti sem á rætur að rekja til eldvirkni á tunglinu fyrir margt löngu.
En bakhliðin er allt öðruvísi, skorpan er þykkari og úr öðrum frumefnum en framhliðin. Auk þess er yfirborð bakhliðarinnar fölara og með færri basalt bletti.
Á framhliðinni er það sérstaklega svæði sem nefnist Oceanus Procellarum sem hefur dregið að sér athygli vísindamanna því það er úr blöndu af kalíum og fosfór. Vísindamenn telja að svæðið hafi verið geislavirkt og að blanda af kalíum, úrani og þóríum hafi haldið svæðinu heitu árum saman. Þetta getur hugsanlegs skýrt af hverju tunglið er skakkt.
Efnasamsetning framhliðarinnar gerði, að mati vísindamannanna, að verkum að bráðnunarpunktur steina var lægri en á bakhliðinni og því bráðnuðu tunglsteinar 2-13 sinnum hraðar þar en á bakhliðinni. Var þá ekki tekið tillit til geislavirkra efna. Telja vísindamennirnir að samspil þessarar efnasamsetningar og geislavirkni hafi valdið meiri eldvirkni á framhliðinni sem orsakaði alla þessa dökku bletti sem við sjáum þar í dag.