fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Pressan

Gæti endað með því að milljónir Bandaríkjamanna hafi ekki efni á vatni

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 26. júní 2020 08:00

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hreint vatn hefur sjaldan eða aldrei verið jafn mikilvægt og nú, þar sem handþvottur er stór liður í því að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar. Það eru þess vegna ógnvekjandi fréttir, að hækkandi vatnsverð komi svo illa við fjárhag milljóna Bandaríkjamanna, að gætu þurft að komast af án þess. The Guardian skýrir frá þessu.

Miðillinn hefur látið framkvæma stóra könnun í 12 borgum í Bandaríkjunum, sem sýnir að verðið á vatni og frárennslisvatni, hefur hækkað um hvorki meira né minna en 80% á síðust átta árum.

Þetta hefur alvarlegar afleiðingar í för með sér. Samkvæmt The Guardian þýða hækkanirnar það að milljónir Bandaríkjamanna gætu þurft að komast af án hreins vatns og í versta falli missa heimili sín. Margir eru í vandræðum vegna þessa miklu hækkana og þeir fátækustu eru í miklum vanda.

Niðurstöður kannanirnar sína að mikill hluti hækkananna sé tilkominn vegna gamalla innviða, umhverfishreinsana og þess að tekið er tillit til lofslagsáhrifa. Ef ekkert verður gert til þess að sporna við þessari þróun mun það, samkvæmt The Guardian, sérstaklega verða til þess þegar fram í sækir sem áhrifa hækkananna fer að gæta og stór hluti fólks mun standa frammi fyrir reikningum sem það getur ekki greitt. Miðillinn hefur þó rætt við fjölda Bandaríkjamanna, sem standa nú þegar frammi fyrir því að geta ekki greitt reikningana, sem hafa hækkað og hækkað á síðustu árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Birtu myndir af 10 ára launsyni Pútín – Sagður mest einmana drengur Rússlands

Birtu myndir af 10 ára launsyni Pútín – Sagður mest einmana drengur Rússlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fékk 68 milljónir í vasapeninga á mánuði frá tengdamömmu sinni – Vildi meira

Fékk 68 milljónir í vasapeninga á mánuði frá tengdamömmu sinni – Vildi meira
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fékk fjölskylduauðinn í arf þegar faðir hans lést – Síðan komst upp um hann

Fékk fjölskylduauðinn í arf þegar faðir hans lést – Síðan komst upp um hann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Mannfræðingurinn forvitni sem sagðist hafa séð ótrúlegar sýnir á forboðnu svæði

Mannfræðingurinn forvitni sem sagðist hafa séð ótrúlegar sýnir á forboðnu svæði