Vísindamenn hafa reynt að staðfesta tilvist þessa fyrirbrigðis á Mars í um fjóra áratugi en það var fyrst nýlega sem þessu geimfari, sem er á vegum Evrópsku geimferðastofnunarinnar ESA, tókst að staðfest tilvist þess. Skýrt var frá niðurstöðum rannsóknarinnar í vísindaritinu Nature Astronomy.
Á jörðinni myndast glóandi súrefni þegar rafeindir utan úr geimnum skella á efri lögum gufuhvolfsins og mynda þannig daufan grænan glampa. Andrúmsloft jarðarinnar og Mars glóir stöðugt, bæði nótt og dag, þegar sólarljósið blandast við atóm og sameindir í andrúmsloftinu.
Þessi græni glampi er mjög daufur hér á jörðinni en sést á sumum myndum sem geimfarar um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni hafa tekið.