Í gær kom bókin „Emilie Meng – Pigen der forsvandt“ út í Danmörku en tveir blaðamenn B.T. skrifuðu hana. Í bókinni fara þeir yfir málið og varpa ljósi á suma þeirra sem lágu undir grun í málinu. Í umfjöllun B.T. kemur fram að lögreglan hafi að minnsta kosti þrisvar rannsakað hvort Madsen tengist morðinu á Meng.
Sjónir lögreglunnar eru sagðar hafa beinst að ákveðnum líkindum í málunum. Líkum beggja kvennanna var komið fyrir í vatni þegar þær höfðu verið myrtar. Madsen er einnig sagður hafa haft aðgang að hvítum sendibíl sem passar við þá lýsingu sem lögreglan gaf á bíl sem gæti tengst málinu. Sendibíllinn var margoft nefndur til sögunnar við réttahöldin yfir Madsen vegna morðsins á Kim Wall.
Enginn dómur er kveðinn upp í bókinni og Madsen ekki sagður sekur um morðið á Meng en einfaldlega skýrt frá því að hann hafi verið til rannsóknar vegna hugsanlegra tengsla við málið.