fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
FréttirPressan

Ótrúlegt hitamet sett í Síberíu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. júní 2020 07:30

Sífreri í Síberíu bráðnar í svona hita.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sunnudaginn mældist hitinn í Verkhojansk í Síberíu 38 gráður. Aldrei fyrr hefur viðlíka hiti mælst þar en á veturna getur frostið á þessum slóðum farið niður í allt að 60 gráður. Hitabylgja hefur geisað í Síberíu undanfarinn mánuð og því sjást ótrúlegar hitatölur þar þessa dagana.

Ástæðan fyrir hitabylgjunni er að hitastigið á norðurslóðum hækkar hraðast af völdum hnattrænnar hlýnunar. Hafstraumar bera hitann til pólanna og ís og snjór bráðnar. Af þessum sökum hafa ótrúlegar hitatölur sést í mörgum bæjum og borgum í Síberíu að sögn The Guardian. Má þar nefna að á þessum árstíma er hitinn í Khatanga yfirleitt um frostmark. 22. maí mældist hitinn þar 25 gráður.

Hiti sem þessi í norðvesturhluta Síberíu myndi aðeins mælast einu sinni á hverjum 100.000 árum að meðaltali ef ekki kæmi til hnattræn hlýnun af mannavöldum hefur Dagbladet eftir Martin Stendel hjá dönsku veðurstofunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvað er svínaníðs-pólitík? – „Látum helvítið neita því“

Hvað er svínaníðs-pólitík? – „Látum helvítið neita því“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?