fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Ótrúleg uppgötvun við Stonhenge – Erum við komin nær því að leysa ráðgátuna?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. júní 2020 05:45

Mynd af svæðinu. Mynd:University of St. Andrews

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hringur, myndaður úr stórum gryfjum, sem fannst í nágrenni Stonehenge, myndar, að mati vísindamanna, stærsta minnismerki forsögulegra tíma, sem fundist hefur í Bretlandi. Prófanir, sem gerðar hafa verið á svæðinu benda til þess að það hafi verið grafið upp á Neolithic tímanum, fyrir um 4500 árum síðan.

Sérfræðingar telja að gryfjurnar, sem eru 20 eða fleiri, hafi afmarkað heilagt svæði sem tengst hafi Stonehenge. Einn vísindamannanna sagði að svæðið væri hið stærsta sinnar tegundar sem fundist hafi á Bretlandi. Svæðið myndar hring, sem er um 2 km að þvermáli og gryfjurnar eru um 10 metrar að þvermáli og um 5 metra djúpar.

Hópur vísindamanna frá háskólum víða um Bretland unnu að verkefninu.

Gryfjurnar sem fundust mynda hring um hina fornu byggð í Durrington Walls, sem er í um þriggja kílómetra fjarlægð frá Stonehenge. Prófessor Gaffney við háskólann í Bradford segir að fundurinn lýsi því vel getu og vilja fólks frá þessum tíma til þess að skrá trúarkerfi sín. Hann segir einnig að umfang minjanna hafi verið meira en nokkurn hafi órað fyrir. Hann bætti við að í ljósi þess að fá svæði hafi verið rannsökuð meira en svæðið í kringum Stonehenge, sé ótrúlegt að nútímatækni geti enn leitt til nýrra uppgötvana sem þessarar.

Stonehenge. Mynd: EPA-EFE/NEIL HALL

Prófessor Gaffney sagði það þyrfti að fara fram alvöru uppgröftur á svæðinu til þess að hægt verði að átta sig betur á því hvaða tilgangi gryfjurnar hafi þjónað. Hann sagði einnig að erfitt væri að ímynda sé hve langan tíma hafi tekið að grafa þær, en það hafi þurft mikla skipulagningu til þess að grafa gryfjur af þessari stærð með þeim verkfærum sem til voru á þessum tíma.

Gryfjurnar eru mjög stórar og virðast hliðar þeirra vera næstum lóðréttar og benda ummerki á svæðinu til þess að þær hafi verið opnar.

Vísindamenn segja að þessi fundur bendi til þess að samfélagið á þessum tíma hafi verið enn þróaðra og flóknara en gert hafi verið ráð fyrir. Þessi fundur geti verið mikilvægur hlekkur í því að leysa gátuna um sögu Stonehenge svæðisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga