fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Ótrúleg uppgötvun við Stonhenge – Erum við komin nær því að leysa ráðgátuna?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. júní 2020 05:45

Mynd af svæðinu. Mynd:University of St. Andrews

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hringur, myndaður úr stórum gryfjum, sem fannst í nágrenni Stonehenge, myndar, að mati vísindamanna, stærsta minnismerki forsögulegra tíma, sem fundist hefur í Bretlandi. Prófanir, sem gerðar hafa verið á svæðinu benda til þess að það hafi verið grafið upp á Neolithic tímanum, fyrir um 4500 árum síðan.

Sérfræðingar telja að gryfjurnar, sem eru 20 eða fleiri, hafi afmarkað heilagt svæði sem tengst hafi Stonehenge. Einn vísindamannanna sagði að svæðið væri hið stærsta sinnar tegundar sem fundist hafi á Bretlandi. Svæðið myndar hring, sem er um 2 km að þvermáli og gryfjurnar eru um 10 metrar að þvermáli og um 5 metra djúpar.

Hópur vísindamanna frá háskólum víða um Bretland unnu að verkefninu.

Gryfjurnar sem fundust mynda hring um hina fornu byggð í Durrington Walls, sem er í um þriggja kílómetra fjarlægð frá Stonehenge. Prófessor Gaffney við háskólann í Bradford segir að fundurinn lýsi því vel getu og vilja fólks frá þessum tíma til þess að skrá trúarkerfi sín. Hann segir einnig að umfang minjanna hafi verið meira en nokkurn hafi órað fyrir. Hann bætti við að í ljósi þess að fá svæði hafi verið rannsökuð meira en svæðið í kringum Stonehenge, sé ótrúlegt að nútímatækni geti enn leitt til nýrra uppgötvana sem þessarar.

Stonehenge. Mynd: EPA-EFE/NEIL HALL

Prófessor Gaffney sagði það þyrfti að fara fram alvöru uppgröftur á svæðinu til þess að hægt verði að átta sig betur á því hvaða tilgangi gryfjurnar hafi þjónað. Hann sagði einnig að erfitt væri að ímynda sé hve langan tíma hafi tekið að grafa þær, en það hafi þurft mikla skipulagningu til þess að grafa gryfjur af þessari stærð með þeim verkfærum sem til voru á þessum tíma.

Gryfjurnar eru mjög stórar og virðast hliðar þeirra vera næstum lóðréttar og benda ummerki á svæðinu til þess að þær hafi verið opnar.

Vísindamenn segja að þessi fundur bendi til þess að samfélagið á þessum tíma hafi verið enn þróaðra og flóknara en gert hafi verið ráð fyrir. Þessi fundur geti verið mikilvægur hlekkur í því að leysa gátuna um sögu Stonehenge svæðisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið