Wallace keppir í Nascar og þar á bæ er málið tekið mjög alvarlega og lítur Nascar á málið sem tákn um kynþáttahatur.
Í tilkynningu frá Nascar segir að rannsókn sé hafin á málinu og að allt verði gert sem hægt er til að hafa uppi á þeim sem bera ábyrgð á þessu.
NASCAR statement: A noose was found in Bubba Wallace’s garage stall today at Talladega.
NASCAR is investigating. pic.twitter.com/dGYFYryVES— Marty Smith (@MartySmithESPN) June 22, 2020
Wallace hefur verið nokkuð áberandi að undanförnu í Bandaríkjunum í baráttunni gegn kynþáttahatri og hefur nýtt sér stöðu sína sem þekktur einstaklingur til að koma boðskap sínum á framfæri.
Hann hefur sjálfur tjáð sig um málið á Twitter og fordæmt það.
— Bubba Wallace (@BubbaWallace) June 22, 2020
„Atburður dagsins fyllir mig sorg og þetta er sársaukafull áminning um hversu langt við sem samfélag eigum í land í baráttunni gegn kynþáttahatri.“
Alríkislögreglan FBI skýrði frá því í dag að ekki væri um kynþáttahatur að ræða. Snaran hafi verið mjög lengi í bílskúrnum og hafi ekki verið sett þar í tengslum við notkun Wallace á honum.