fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Kjöraðstæður fyrir faraldur – Hundakjöt enn selt í Kína

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. júní 2020 19:25

Hundakjöt á kínverskum markaði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn er verið að slátra hundum og selja kjöt þeirra á mörkuðum í Yulin, í suðurhluta Kína, þrátt fyrir að yfirvöld flokki þá ekki lengur sem búfé. Aðgerðarsinnar segja að þetta siðlausa athæfi verði að hætta til þess að varðveita orðspor Kína og gæta öryggis fólks.

Félagasamtök hafa varað við því að áframhaldandi verslun með hundakjöt gæti aukið hættuna á því að nýir sjúkdómar breiðist út. Sérfræðingur í málefnum Kína, sagði í viðtali við Sky News að það væri vitað að sjúkdómsfaraldrar geti brotist út þar sem mikill fjöldi dýra af mismunandi tegundum safnast saman, dýr sem eru með veik ónæmiskerfi.

Kínverskir aðgerðarinnar, sem heimsóttu Yulin, áætluðu að minnst 400 hundar og 200 kettir væru seldir á hverjum degi í þessari viku, en nú er stutt í árlega hundakjötshátíð, sem farið hefur fram síðan 2010. Myndir sem Sky News hefur undir höndum, sýna bása með hangandi hundshræjum. Hundarnir sem enn eru lifandi eru geymdir í þröngum, troðnum búrum, við hlið borðs slátrarans.

Fyrr á þessu ári breytti landbúnaðarráðuneyti Kína því hvernig hundar eru flokkaðir, þannig að þeir teljast ekki lengur til búfénaðar. Þetta eru þó aðeins leiðbeiningar, ekki lög. Yfirvöld í borgunum Shenzhen og Zhuhai, sem báðar eru í Guangdong héraðinu, urðu, fyrr á þessu ári fyrst til þess að banna sölu á hundakjöti. Þrátt fyrir að hundakjöt sé enn selt í Yulin, virðast leiðbeiningarnar hafa dregið úr sölunni.

Aðgerðarsinnarnir segja að salan hafi öll farið fram á einum markaði og sumir sölumannanna tjáðu aðgerðarsinnunum að þeir væru hræddir um að básum þeirra verði lokað þegar nær dregur hátíðinni, sem hefst á sunnudag.

Starfsmaður sláturhúss sagði að það væri orðið erfiðara að flytja hundakjöt inn til héraðsins, vegna þess að kínversk yfirvöld hafi hert reglur um flutning dýra á milli héraða. Fyrr á þessu ári bönnuðu yfirvöld í Kína verslun og neyslu á villtum dýrum til þess að bregðast við kórónuveirufaraldrinum.

Aðeins lítill minnihluti Kínverja borðar hundakjöt. Könnun sem unnin var af kínverskum samtökum um dýravelferð í samvinnu við Humane Society International árið 2017 sýndi að 64% Kínverja vilja að hundakjötshátíðin í Yulin verði stöðvuð og 51,7% vilja að öll verslun með hundakjöt verði bönnuð.

Sérfræðingur í málefnum Kína segir að það sé afar mikilvægt að yfirvöld setji lög á hundakjötsiðnaðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin