fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Pressan

Vopnaðir glæpamenn taka þátt í óeirðum í Frakklandi – Forseti Tsjetsjeníu hvetur þá til dáða

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. júní 2020 07:00

Oft kemur til óeirða þegar kreppir að. Mynd: EPA-EFE/VINCENT LINDENEHER FRANCE OUT / SHUTTERSTOCK OUT

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörg hundruð vopnaðir meðlimir glæpagengja hafa tekið þátt í óeirðum og uppþotum í Frakklandi að undanförnu. Komið hefur til harðra átaka og eldur hefur verið borinn að bílum og ruslagámum. Ramzan Kadyrov, forseti Tsjetsjeníu, styður meðlimi glæpagengja sem hafa tekið þátt í óeirðunum í borginni Dijon og verið vopnaðir sjálfvirkum skotvopnum.

The Guardian skýrir frá þessu. Óeirðirnar brutust út eftir að 16 ára drengur frá Tsjetsjeníu var drepinn af eiturlyfjasala þann 10. júní. Síðan þá hafa mörg hundruð manns tekið þátt í óeirðum í borginni. Kadyrov skrifaði á dulkóðaða samfélagsmiðilinn Telegram að frönsk yfirvöld hafi ekki ráðið við eiturlyfjasalana og því hafi unga kynslóðin tekið málin í eigin hendur.

Í stríðunum við Rússland á tíunda áratugnum létust að minnsta kosti 100.000 íbúar í Tsjetsjeníu og margir flúðu til Vestur-Evrópu. Þar settust þeir að í Belgíu, Austurríki, Þýskalandi og Frakklandi.

Kadyrov er nú forseti landsins en hann var stríðsherra í stríðinu við Rússa. Hann er sakaður um gróf mannréttindabrot og ofsóknir á hendur samkynhneigðum og pólitískum andstæðingum.

Franskir embættismenn segja að átökin í Dijon séu á milli Tjetjena og íbúa borgarinnar og að mörg hundruð Tjetenar hafi komið til borgarinnar til að taka þátt í átökunum. Kadyrov segir að atburðarásin að undanförnu sýni að „Tjetjenar standi saman gegn eiturlyfjasölum“ og að þeir hafi brugðist rétt við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hann er 90 metrar á lengd og stefnir á jörðina – Hverjar verða afleiðingarnar ef til áreksturs kemur?

Hann er 90 metrar á lengd og stefnir á jörðina – Hverjar verða afleiðingarnar ef til áreksturs kemur?
Pressan
Í gær

Svaf hjá 1.000 körlum á einum degi – „Maðurinn minn er stoltur af mér“

Svaf hjá 1.000 körlum á einum degi – „Maðurinn minn er stoltur af mér“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona geturðu kynnt þér slagsíðu bandaríska fjölmiðla

Svona geturðu kynnt þér slagsíðu bandaríska fjölmiðla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svikin hrottalega af manni sem hún taldi vera vin sinn – Breytti góðum minningum í martraðir

Svikin hrottalega af manni sem hún taldi vera vin sinn – Breytti góðum minningum í martraðir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver er „kaldi, þurri staðurinn“ sem á að geyma matvæli á?

Hver er „kaldi, þurri staðurinn“ sem á að geyma matvæli á?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tímavélin: Óhugnaður á íslenskum sveitabæ – Tekinn af foreldrum sínum og sendur beint í greipar níðings

Tímavélin: Óhugnaður á íslenskum sveitabæ – Tekinn af foreldrum sínum og sendur beint í greipar níðings