The Guardian skýrir frá þessu. Óeirðirnar brutust út eftir að 16 ára drengur frá Tsjetsjeníu var drepinn af eiturlyfjasala þann 10. júní. Síðan þá hafa mörg hundruð manns tekið þátt í óeirðum í borginni. Kadyrov skrifaði á dulkóðaða samfélagsmiðilinn Telegram að frönsk yfirvöld hafi ekki ráðið við eiturlyfjasalana og því hafi unga kynslóðin tekið málin í eigin hendur.
Í stríðunum við Rússland á tíunda áratugnum létust að minnsta kosti 100.000 íbúar í Tsjetsjeníu og margir flúðu til Vestur-Evrópu. Þar settust þeir að í Belgíu, Austurríki, Þýskalandi og Frakklandi.
Kadyrov er nú forseti landsins en hann var stríðsherra í stríðinu við Rússa. Hann er sakaður um gróf mannréttindabrot og ofsóknir á hendur samkynhneigðum og pólitískum andstæðingum.
Franskir embættismenn segja að átökin í Dijon séu á milli Tjetjena og íbúa borgarinnar og að mörg hundruð Tjetenar hafi komið til borgarinnar til að taka þátt í átökunum. Kadyrov segir að atburðarásin að undanförnu sýni að „Tjetjenar standi saman gegn eiturlyfjasölum“ og að þeir hafi brugðist rétt við.