Þetta sagði hann í samtali við ABC News á sunnudagskvöldið. Þetta var fyrsta stóra viðtalið sem Bolton veitti í tengslum við útgáfu á nýrri bók hans um tíma hans í Hvíta húsinu sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump. Bókin kemur út í dag.
„Ég vona að hans verði minnst í sögubókum sem forseta sem sat aðeins í eitt kjörtímabil og að hann hafi ekki sent landið í spíral niður á við sem ekki er hægt að komast út úr.“
Bolton er yfirlýstur stuðningsmaður repúblikanaflokksins en lítur ekki á Trump sem „íhaldssaman repúblikana“.
„Við getum komist til valda eftir eitt kjörtímabil forseta, ég hef fulla trú á því jafnvel þótt það kraftaverk muni ekki verða í nóvember að íhaldssamur repúblikani verði kjörinn. Ég hef meiri áhyggjur af tveimur kjörtímabilum forseta.“
Bolton skýrir frá ýmsu í bók sinni sem getur komið sér illa fyrir Trump. Meðal annars að hann hafi grátbeðið Xi Jinping, forseta Kína, að aðstoða sig við að ná endurkjöri. Hann segir Trump einnig „óhæfan“ til að gegna embætti forseta.