fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Reyna að stöðva útgáfu bókar Bolton um Trump – „Er Finnland hluti af Rússlandi?“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. júní 2020 07:00

John Bolton. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John Bolton, fyrrum þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, skýrir frá einu og öðru sem kemur sér illa fyrir forsetann í nýrri bók sinni sem á að koma út á þriðjudaginn. Í heildina má segja að hann dragi upp þá mynd af forsetanum að hann sé óhæfur, fáfróður og spilltur. Trump og stjórn hans reyna nú að stöðva útgáfu bókarinnar en litlar líkur eru taldar á að það takist. Bandarískir fjölmiðlar hafa nú þegar birt eitt og annað úr bókinni og er óhætt að segja að það sé ekki Trump til framdráttar.

Fyrr á árinu sýknaði öldungadeild Bandaríkjaþings, þar sem flokksbræður Trump í repúblikanaflokknum eru í meirihluta, hann af ákæru um misbeitingu valds þegar hann hafi reynt að þrýsta á stjórnvöld í Úkraínu til að hafa sjálfur ávinning af því pólitískt. Bolton segir að þingið hefði ekki átt að einskorað rannsókn sína og ákæru við þetta, það hefði átt að taka breiðara svið fyrir.

„Ef talsmenn demókrata hefðu ekki verið svo helteknir af Úkraínumálinu hefðu þeir gefið sér tíma til að rannsaka kerfisbundið framgöngu Trump á vettvangi utanríkismála. Þá hefði málið kannski endað á annan hátt.“

Skrifar Bolton í bók sinni eftir því sem segir í umfjöllun Washington Post og New York Times um hana.

Grátbað Kínaforseta um aðstoð

En það er fleira athyglisvert sem kemur fram í bókinni. Til dæmis segir Bolton að þegar Trump hitti Xi Jinping, forseta Kína, í Japan í júní á síðasta ári hafi hann tengt refsitolla á kínverskar vörur við áætlun sína um að ná endurkjöri í forsetakosningunum í nóvember. Bolton segir Trump hafa beðið Xi um að kaupa sojabaunir og hveiti frá Bandaríkjunum til að aðstoða hann við að sigra í landbúnaðarríkjunum.

„Hann grátbað Xi að tryggja að hann myndi sigra.“

Segir Bolton.

Þessi ásökun er af sama meiði og sú sem þingið tók fyrir í ársbyrjun en þá var hann ákærður fyrir að hafa beitt úkraínsk stjórnvöld þrýstingi til að hefja rannsókn á Joe Biden, fyrrum varaforseta, sem var þá nefndur til sögunnar sem væntanlegur andstæðingur Trump í forsetakosningunum.

Bolton segir einnig að Trump hafi gefið Xi grænt ljós á að halda áfram að reisa fangabúðir, sem sumir segja ekkert annað en útrýmingarbúðir, fyrir Uighur-múslima en talið er að rúmlega ein milljón þeirra sé nú í svona búðum.

„Túlkurinn okkar segir að Trump hafi sagt Xi að hann gæti haldið áfram að reisa búðirnar en það taldi Trump rétt að gera.“

Reyndi að hindra rannsóknir

Bolton segir einnig að Trump hafi ítrekað reynt að stöðva lögreglurannsóknir sem hafi farið illa í einræðisstjórnirnar í Kína og Tyrklandi.

„Munstrið var að leggja stein í götu rannsókna, það var eins og lífsstíll.“

Bolton segist hafa tilkynnt William Barr, trúum og tryggum dómsmálaráðherra í stjórn Trump, þetta en hann hafi hunsað þetta.

Óhæfur, vænisjúkur og fáfróður

Bolton dregur upp ófagra mynd af Trump í bókinni og segir hann vera óhæfan sem forseta, vænisjúkan og fáfróðan. Hann er til dæmis sagður hafa spurt hvort Finnland væri hluti af Rússlandi og vissi ekki að Bretland er kjarnorkuveldi. Bolton segir einnig að Trump hafi sagt að suma fréttamenn ætti „að taka af lífi“.

Bolton segir einnig tímaeyðslu að reyna að fara yfir leyniþjónustuskýrslur með forsetanum því hann kjósi helst að hlusta á sjálfan sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin