Cobain lék á gítarinn við upptökur á MTV Unplugged nokkrum mánuðum áður en hann lést 1994. Það var Peter Freedman sem keypti gítarinn á uppboðinu og greiddi 6 milljónir dollara fyrir hann. Upphafsboðið var 1 milljón dollara.
Gítar, sem Prince átti, var einnig seldur á uppboðinu en mun lægra verð fékkst fyrir hann eða 563.500 dollarar. Það var þó ekki slæm sala því reiknað var með að 200.000 dollarar myndu að hámarki fást fyrir hann.