fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Tókst loksins að leysa áratuga gamla ráðgátu

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 21. júní 2020 16:00

Umrætt egg. Mynd:Legendre et al. 2020

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamönnum hefur loksins tekist að leysa áratuga gamla ráðgátu um stóran, ávalan steingerving sem fannst á Suðurskautslandinu. Steingervingurinn er geymdur á safni í Chile. Hann er nánast eins og fótbolti, eins og notaðir eru í bandarískum fótbolta, í laginu.  Lengi var ekki vitað um uppruna hans en nú hefur ráðgátan verið leyst.

Rannsókn leiddi í ljós að um er að ræða egg með mjúkri skurn. Því var verpt af útdauðri tegund sæslöngu eða eðlu fyrir 68 milljónum ára. Þetta er stærsta egg, með mjúkri skurn, sem fundist hefur. Lucas Legendre, sem vann að rannsókninni, segir að niðurstaðan bindi enda á áratuga langar vangaveltur um uppruna steingervingsins. Hann sagði mjög óvenjulegt að egg, með mjúkri skurn, finnist svo vel varðveitt. Þetta sé stærsta slíka eggið sem fundist hefur en ekki hafi verið vitað að svona egg gætu orðið svona stór. Það veiti líklega einstaka innsýn í hvernig umrædd dýr fjölguðu sér.

Eggið fannst 2011 á Suðurskautslandinu en það voru vísindamenn frá Chile sem fundu það. Það er 28×18 sentimetrar. Til samanburðar má geta þess að venjulegt hænuegg er um 5×4 sentimetrar. Egg strúts er að meðaltali 15×13 sentimetrar.

Til er stærra egg en þetta en það fannst á Madagaskar og er frá ófleygri strútategund sem dó út á sautjándu öld. Það er aðeins stærra en er með harðri skurn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum