fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Sendu klám og fóstur til að hefna sín

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 21. júní 2020 22:00

Þessi svínshöfuðgríma var send til hjónanna. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er ég búin að ná athygli þinni núna! Það var ekki hægt að misskilja skilaboðin, sem miðaldra barnarískt par fékk í ágúst á síðasta ári. Þegar parið fékk þessi skilaboð á netinu höfðu þau verið áreitt alvarlega í langan tíma.

Þau höfðu meðal annars fengið senda grímu, sem líktist blóðugu svínsandliti og þurrkað svínafóstur. Einnig var parinu sendur ýmiss annar varningur og þau fengu send fréttabréf sem þau höfðu ekki gerst áskrifendur að sjálf.

Hrædd til þagnar

Í þessari viku kom svo í ljós að það var eBay sem stóð á bak við þetta rafræna einelti, sem átti að fá parið til að hætta að birta gagnrýni á netinu. Eða réttara sagt sex starfsmenn tæknifyrirtækisins, en þeim hefur nú verið sagt upp störfum, þeir hafa einnig verið kærðir fyrir aðild sína að málinu. Meðal þeirra er háttsett fólk sem sinnti öryggismálum og yfirmaður samskiptamála, einnig hefur fyrrverandi yfirmaður hjá eBay, Devin Wenig, verið viðriðinn málið.

Hluti af samskiptum starfsmanna eBay. Mynd:Lögreglan

Skilaboð á milli starfsmannanna og önnur gögn í málinu, sína samkvæmt FBI að starfsmennirnir og yfirmenn hafi verið orðnir þreyttir á blogg parsins, sem birti gagnrýna pistla um eBay. Það átti að stoppa parið, með því að hræða þau og áreita svo mikið að þau myndu hætta með bloggið.

Sendu lirfur og kakkalakka

Dagana eftir að parið fékk hin ógnandi skilaboð héldu þau áfram að fá senda pakka og bréf. Meðal þess sem þau fengu var bók, sem fjallaði um það hvernig maður upplifir lát maka, sem ekki er hægt að túlka öðruvísi en sem illa dulda morðhótun.

Þessa bók fengu þau einnig senda. Mynd:Lögreglan

Nágrannar þeirra fengu einnig sent klámfengið efni, sem merkt var parinu. Málið varð svo enn undarlegra þegar þau fengu sendar lifandi lirfur, köngulær og kakkalakka í póstinum. Á sama tíma voru send út skilaboð á netinu, um að parið héldi opið hús, eða að þau leituðu að þriðja aðila til að taka þátt í kynlífi með þeim.

Klám var líka sent til þeirra. Mynd:Lögreglan

Yfirmaður tók þátt

Hjá eBay er fólk miður sín yfir málinu og segir að þeim sex sem tóku þátt, hafi verið sagt upp, um leið og upp komst um málið síðasta haust.

Þrátt fyrir að hinn fyrrverandi yfirmaður, Devin Wenig, hafi ekki verið kærður, viðurkennir eBay að hann hafi einnig átt í óviðeigandi samskiptum um áreitið. Samkvæmt fréttamiðlinum, The Verge samþykkti hann að parið yrði áreitt og sagði að það yrði að stoppa þau.

Yfirvöld hafa ekki gefið upp nöfn parsins, en samkvæmt gögnum í málinu er bloggið sem um ræðir ecommercebytes.com.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum
Pressan
Í gær

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup
Pressan
Fyrir 3 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump birtir gervisamtal við Obama

Trump birtir gervisamtal við Obama
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið