fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Heimsókn til Putin kostar bað í kórónugöngunum hans

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 21. júní 2020 18:00

Vladimir Putin er forseti Rússlands. mynd/getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er aldrei of varlega farið þegar kórónuveiran er annars vegar. Það virðist allavega vera viðhorf Vladimir Putin, forseta Rússlands Hann hefur nefnilega látið setja upp sérstök göng á heimili sínu í Moskvu, en allir gestir hans þurfa að ganga í gegnum þessi göng á meðan sótthreinsandi vökva er sprautað yfir þá. Rússneska fréttastofan RIA greinir frá þessu.

Göngin eru þróuð og framleidd af fyrirtæki í rússneska bænum Pensa og voru sett upp á heimili Putins, í Novo-Ogarjovo, utan við Moskvu, en hann er vanur að taka við gestum þar.

Fulltrúar RIA fengu kynningu á hinum nýju göngum, þar sem grímuklætt fólk gekk í gegnum ský sótthreinsandi vökva. Vökvinn sest í fötin og á það hold sem ekki er hulið fötum.

Talsmaður Putins, Dmitrij Peskov, skýrði frá því í apríl að tekin verði sýni úr öllum sem heimsækja Putin, til þess að athuga hvort þeir séu smitaðir af kórónuveirunni. Mánuði síðar greindi Peskov svo frá því að hann hefði því miður smitast.

Tilkynnt hefur verið um rúmlega 500.000 smit í Rússlandi, aðeins Brasilía og Bandaríkin hafa tilkynnt um fleiri smit. Rússnesk yfirvöld segja að 7284 hafi látist af völdum covid-19 í Rússlandi, sem er frekar lítið miðað við önnur lönd. Sérfræðingar efast um að þetta séu réttar tölur og telja að mun fleiri hafi látist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn