Göngin eru þróuð og framleidd af fyrirtæki í rússneska bænum Pensa og voru sett upp á heimili Putins, í Novo-Ogarjovo, utan við Moskvu, en hann er vanur að taka við gestum þar.
Fulltrúar RIA fengu kynningu á hinum nýju göngum, þar sem grímuklætt fólk gekk í gegnum ský sótthreinsandi vökva. Vökvinn sest í fötin og á það hold sem ekki er hulið fötum.
Talsmaður Putins, Dmitrij Peskov, skýrði frá því í apríl að tekin verði sýni úr öllum sem heimsækja Putin, til þess að athuga hvort þeir séu smitaðir af kórónuveirunni. Mánuði síðar greindi Peskov svo frá því að hann hefði því miður smitast.
Tilkynnt hefur verið um rúmlega 500.000 smit í Rússlandi, aðeins Brasilía og Bandaríkin hafa tilkynnt um fleiri smit. Rússnesk yfirvöld segja að 7284 hafi látist af völdum covid-19 í Rússlandi, sem er frekar lítið miðað við önnur lönd. Sérfræðingar efast um að þetta séu réttar tölur og telja að mun fleiri hafi látist.