TMZ skýrir frá þessu. Nýlega seldist annað par, þessarar tegundar, fyrir enn hærri upphæð eða 560.000 dollara.
Jordan braut vinstri fót sinn í þriðja leik keppnistímabilsins 1985. Þetta batt næstum enda á feril hans en hann sneri tvíefldur aftur á völlinn sex vikum síðar. Þá hafði Nike framleitt nýja skó fyrir hann, með auka reim til að styðja betur við fótinn. Eftir fyrsta leikinn, þar sem Jordan skoraði 24 stig á 23 mínútum, gaf hann ungum aðdáanda skóna auk eiginhandaráritunar. Nú er þessi ungi aðdáandi, sem er ekki svo ungur lengur, tilbúinn til að selja skóna.