Ann Lindstrand, yfirmaður bóluefnaáætlunar WHO, sagði í samtali við Sænska ríkissjónvarpið að nú sé verið að vinna við 100 hugsanleg bóluefni og að tilraunir séu nú þegar hafnar á fólki með tíu þeirra.
„Þróunin er mjög hröð. Við höfum aldrei séð neitt þessu líkt.“
Sagði hún og bætti við að WHO vinni út frá því að virkt bóluefni verði tilbúið fyrir áramót.
Tilraunir með nokkur bóluefni lofa góðu en enn á eftir að prófa þau í stærri tilraunum. Lindstrand sagði að því væru enn margir óvissuþættir og margar tilraunir þurfi að fara fram áður en bóluefni verði tilbúin til fjöldaframleiðslu.